Hellisskógur sunnan við Hellinn

Í maí 1994 var gerður samningur um stækkun Hellisskógar til norðurs og í febrúar 1996 var lagður vegur inn á nýja svæðið að Hellinum. Grafinn var grunnur skurður með veginum og alaskavíði, jörvavíði og birki plantað í ruðninginn þá um sumarið.
Nú er alaskavíðirinn horfinn en birki og jörvavíðir mynda skjólið við veginn. Hér eru myndir af veginum frá 1996, 2002 og 2022.

Nýlagður vegur vorið 1996
Vegurinn 2002. Víðirinn myndar gott skjól.
Sumarið 2022 var birkið orðið allsráðandi með veginum