FORSÍÐA | FÉLAGIÐ | STARFSEMIN | SKÝRSLUR | LÖG FÉLAGSINS | FÉLAGATAL | GERAST FÉLAGI

Vinnukvöld í Hellisskógi

Stjórnin hefur ákveðið tvö vinnukvöld í Hellisskógi í maí.
Fyrra kvöldið er fimmtudaginn 9. maí kl. 20:00. Mæting við Hellinn og sem flestir eru beðnir um að koma með stunguskóflu eða malarskóflu.
Plantað verður pottaplöntum og stungið niður aspargræðlingum.

Síðara kvöldið verður fimmtudaginn 23. maí kl. 20:00. Mæting við Hellinn og nú verður plantað pottaplöntum. Félagar eru beðnir að mæta aftur með skóflurnar.

Allir eru velkomnir.

Sitkagreni í góðum vexti í Hellisskógi (mars 2019)

Aðalfundur Skógræktarfélags Selfoss var haldinn fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 20:00 í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi að Austurvegi 56. Mæting var góð.
Á dagskrá voru:
- venjuleg aðalfundarstörf
- fyrirlestur - rakin saga uppbyggingar í Hellisskógi í máli og myndum 1985-2019.

Guðbjartur Ólason kom nýr í stjórnina.
Stjórnina skipa:

  • Örn Óskarsson - formaður
  • Hermann Ólafsson - gjaldkeri
  • Snorri Sigurfinnsson - ritari
  • Björgvin Örn Eggertsson - meðstjórnandi
  • Guðbjartur Ólason - meðstjórnandiStjórn Skógræktarfélags Selfoss í apríl 2019

 

Eldri fréttir


HÖNNUN OG UMSJÓN: ÖRN ÓSKARSSON 2012. Skógræktarfélag Selfoss, hellisskogur@gmail.com