FORSÍÐA | FÉLAGIÐ | STARFSEMIN | SKÝRSLUR | LÖG FÉLAGSINS | FÉLAGATAL | GERAST FÉLAGI

Vinnukvöld í Hellisskógi
Vinnukvöld verða í Hellisskógi miðvikudaginn 6. og fimmtudginn 7. júní. Mæting bæði kvöldin kl. 20:00 við Biskupstungnabraut í NA-horni skógarins.
Allir velkomnir og fólk hvatt til að taka þátt í uppbyggingu útivistarsvæðisins og eiga saman ánægjulega kvöldstund. Léttar veitingar í Hellinum að loknu starfi.

1. júní 2018
Stjórn Skógræktarfélags Selfoss
Stjórnin hefur skipt með sér verkum:

  • Örn Óskarsson - formaður
  • Hermann Ólafsson - gjaldkeri
  • Snorri Sigurfinnsson - ritari
  • Björgvin Örn Eggertsson og Ólafur Hákon Guðmundsson - meðstjórnendur

Aðalfundur 2018
Aðalfundur Skógræktarfélags Selfoss var haldinn fimmtudaginn 26. apríl kl. 20 í SASS- salnum.
Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf og fyrirlestur um fuglalíf í Hellisskógi.


Vélvæðing í göngustígagerð
Í júní hefur megin áhersla verið á endurnýjun og uppbyggingu göngustígakerfisins. Lengst af hafa 2-3 menn unnið við stígagerðina og nú er ofaníburði í eldri stíga að mestu lokið. Ólafur Hákon stýrir verkum. Til að létta mönnum verkin hefur félagið fengið vélknúnar hjólbörur og stóra kerru til að flytja efni og áhöld. Á myndinni eru stjórnarmenn að prufukeyra hjólbörurnar.

Vinnukvöld í Hellisskógi
Dagana 28. og 30. maí 2013 mættu nokkrir félagar í Skógræktarfélaginu og plöntuðu og bára á. Fyrra kvöldið mættu 10 félagsmenn og plöntuðu 480 sitkagreni- og 480 birkiplöntum vestan við Hellinn. Síðara kvöldið mættu 6 og plöntuðu 210 elri plöntum, 40 skógarfurum og 140 alaskaöspum. Plantað var á svipuðum slóðum vestan við Hellinn.

Í júní og júlí verður vinnuflokkur í Hellisskógi undir stjórn Ólafs Hákons Guðmundssonar. Einkum verður unnið við gerð og viðhald á göngustígum en einnig almenn skógarvinna.

Undanfarnar vikur hefur Björgvin Örn Eggertsson unnið við grisjun skógarins. Mikil vinna er framundan í grisjun og viðhaldi, en slíkt er einkum á færi fagmanna með undirstöðu þekkingu og viðeigandi verkfæri.

Efri myndin er af Björgvin, Guðmundi og Hermanni fyrra plöntunarkvöldið og myndin til hliðar af Björgvin við grisjunarstörf.

Ljósm: Örn Óskarsson

 

Eldri fréttir


HÖNNUN OG UMSJÓN: ÖRN ÓSKARSSON 2012. Skógræktarfélag Selfoss, hellisskogur@gmail.com