Plöntunarkvöld í Hellisskógi

Fimmtudaginn 27. júní kl. 20 verður plantað í Hellisskógi. Mæting við Hellinn.
Plantað verður 750 plöntum af birki, sitkagreni, svartelri, gráelri og ryðelri.
Létt og skemmtileg vinna fyrir alla fjölskylduna.
Allir velkomnir.
Boðið verður uppá hressingu í Hellinum eftir vinnu.

Áburður á græðlingaaspir

Miðvikudaginn 5. júní kom hópur félaga úr Skógræktarfélags Selfoss í Hellisskóg og bar áburð með öspum. Þetta voru aspir sem stungið var niður í móann vestan við Hellinn vorin 2022 og 2023. Vöxtur hefur verið lítill í trjánum m.a. vegna ágengni asparglittu.


Því þótti rétt að hressa upp á vöxtinn með áburðargjöf. Notaður var áburðurinn “blákorn”. Áburðurinn var settur í holu við hlið plantnanna svo hann nýttist trjánum sem best og yki síður grasvöxt. Verkið gékk vel í góðu veðri.

Vinnukvöld í Hellisskógi

Miðvikudaginn 5. júní verður vinnukvöld í Hellisskógi.
Mæting kl. 20 við Hellinn.

Unnið verður við áburðargjöf á græðlingaaspir vestan við Hellinn.
Gott væri að mæta með fötur og vinnuvettlinga.

Vinna við allra hæfi og allir velkomnir.
Veitingar verða í boði í Hellinum eftir vinnu.