Aðalfundur 2023

Aðalfundur Skógræktarfélags Selfoss var miðvikudaginn 26. apríl í sal Golfklúbbs Selfoss á Svarfhólsvelli.
Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn félagsins var endurkjörin. Stjórnina skipa: Örn Óskarsson formaður, Snorri Sigurfinnsson ritari, Hermann Ólafsson gjaldkeri og meðstjórnendurnir Björgvin Örn Eggertsson og Hlíf Böðvarsdóttir.
Úlfur Óskarsson hjá Skógræktinni var með fræðsluerindi um kolefnisbindingu með skógrækt.

Húsasmiðjubekkir í Hellisskógi

Sigríður Runólfsdóttir fulltrúi Húsasmiðjunnar afhendir bekkina formlega í Hellisskógi.

Tvær bekkjasamstæður voru settar upp í Hellisskógi þann 21. apríl síðastliðinn. Bekkina gaf Húsasmiðjan Skógræktarfélaginu. Gönguhópur Ingva Rafns aðstoðaði við að koma bekkjunum á sinn stað í skóginum. Annar bekkurinn var settur við suðurenda Hellisbrúar og hinn við göngustíg með Ölfusá rétt við Hellisgil. Endanlegur frágangur við bekkina verður á næstu vikum. Skógræktarfélag Selfoss þakkar Húsasmiðjunni fyrir þessa veglegu gjöf og gönguhópnum fyrir vinnuframlagið. Með sívaxandi umferð gesta um Hellisskóg er mikill fengur af svona gjöf og þjónustustarfi gönguhópsins. Gönguhópur Ingva Rafns samanstendur af níu körlum á besta aldri sem hafa síðastliðið ár verið iðnir við að lagfæra göngubrýr, bekki, grindverk og skilti í skóginum. 

Borðið við enda Hellisbrúar.
Borðið við Ölfusá.

Aðalfundur 2023

Aðalfundur Skógræktarfélags Selfoss verður miðvikudaginn 26. apríl 2023 kl 20:00 í sal Golfklúbbs Selfoss á Svarfhólsvelli.

Dagskrá:

  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Fyrirlestur. Úlfur Óskarsson hjá Skógræktinni. Kolefnisbinding með skógrækt.
    Allir eru velkomnir

Bakgarðspísl Frískra Flóamanna

Bakgarðspísl Frískra Flóamanna fór fram í Hellisskógi á skírdag. Um var að ræða hlaupalegg sem var ein míla og höfðu hlauparar 15 mín til þess að klára hvern legg. Ræst var út í hvern legg á 15. mín fersti. Alls tóku þátt tæplega 30 hlauparar sem hlupu mismunandi vegalengdir, fimm luku heilu maraþoni en þrír fóru rúma 50 km. Veður var mjög gott og hentaði vel til hlaupa. Gaman er að sjá hve fólk nýtir Hellisskóg vel til hverslags útiveru og leikja.