Mánudaginn 23. ágúst 2010 var minnismerki og listaverk afhjúpað í Hellisskógi. Verkið er til minningar um Júlíus Steingrímsson velgjörðarmann Skógræktarfélags Selfoss sem hefði orðið 100 ára 29. ágúst. Júlíus var mikill áhugamaður um skógrækt og tók virkan þátt í starfinu í Hellisskógi á meðan hann hafði heilsu til. Hann lést árið 2003 og ánafnaði félaginu stóran hluta af eigum sínum.
Verkið heitir “Hornsteinn og aðrir steinar á og við horn”. Þór Sigmundsson steinsmiður hannaði og smíðaði verkið.
Nýr Samningur um Hellisskóg
Miðvikudaginn 26. maí 2010 var undirritaður í Hellisskógi nýr umsjónasamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Skógræktarfélags Selfoss.
Á myndinni hér fyrir neðan sjást Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri og Björgvin Eggertsson formaður Skógræktarfélags Selfoss við undirritunina í Hellisskógi.