Eftir fremur svalt og vætusamt sumar kom kuldalegt haust. Hvort kalsaveðrið hafi hjálpað til eða eitthvað annað þá voru óvenju fallegir haustlitir í mörgum reynitegundum í september og fram í október. Þetta átti jafnt við um tré á Selfossi og í Hellisskógi.
Þar sem ekki voru mikil næturfrost í september og ekki hvassir vindar þá entust litrík blöðin á trjánum óvenju lengi. Jafnframt voru mörg trén hlaðin berjum.
Margir gestir í Hellisskógi glöddust yfir litskrúðinu. Þrestirnir voru sérlega spenntir yfir berjunum, enda kláruðust þau hratt þegar tók að kólna í okróber.
Hér eru nokkrar litríkar myndir úr Hellisskógi haustið 2024.