Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss, leiddi göngu um Hellisskóg, kl. 17. þriðjudaginn 1. júlí.
Gangan var hluti af heilsubótar- og fræðslugöngum Garðyrkjufélags Íslands í tilefni af 140 ára afmæli þess í ár. Sautján manns mættu í gönguna.

Eins og venjulega vakti gróskan og tegundafjölbreytnin í skóginum athygli gestanna.
Hellisskógur á einnig afmæli á árinu, en 40 ár eru í haust frá því Skógræktarfélag Selfoss fékk úthlutað landi í Hellismýri undir skógrækt.
Þar sem áður var trjálaust land er nú fjörtíu árum seinna gróskulegur skógur.


