Lög Skógræktarfélags Selfoss
1. gr. Félagið heitir Skógræktarfélag Selfoss og er deild í Skógræktarfélagi Árnesinga.
2. gr. Tilgangur félagsins er að efla trjárækt innan bæjarins og planta skógi á ræktunarsvæðum Selfossbæjar og Skógræktarfélags Árnesinga.
3. gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að veita félagsmönnum fræðslu um skóg- og trjárækt með fyrirlestrum, leiðbeiningum og ferðum innan héraðs og utan.
4. gr. Árgjald félagsins ákveður aðalfundur félagsins.
5. gr. Stjórn félagsins skal skipuð þremur mönnum og tveimur varamönnum. Stjórn skal kosin beinni kosningu á aðalfundi. Allir stjórnarmenn skulu kosnir sérstaklega. Stjórnin skal kosin til tveggja ára í senn, þó þannig að formaður og annar meðstjórnandi gangi út annað árið og gjaldkeri, meðstjórnandi og ritari hitt árið. Fundurinn kýs einnig tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara. Aðalfundur félagsins skal tilnefna fulltrúa á aðalfund Skógræktarfélags Árnesinga.
6. gr. Aðalfund félagsins skal halda í mars/apríl ár hvert. Aðalfundur telst lögmætur ef til hans er boðað með minnst viku fyrirvara og stjórn eða varastjórn er mætt. Dagskrá aðalfundar er:
1. Skýrsla um störf félagsins á síðasta ári
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3. Lagabreytingar
4. Ákvörðun árgjalds.
5. Kosningar skv. 5 grein.
6. Önnur mál.
7. gr. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda og skal annast um skipulag félagsins starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi.
8. gr. Félagið hættir störfum ef það er samþykkt á tveimur lögmætum aðalfundum í röð með ¾ greiddra atkvæða á hvorum fundi og ráðstafar sá síðari eignum félagsins.
9. gr. Lögum þessum verður eigi breytt nema á lögmætum aðalfundi með ¾ hluta greiddra atkvæða. Tillögur um lagabreytingar skulu tilkynntar með aðalfundarboði.