Birki í Hellisskógi

Ilmbjörk (Betula pubescens) eða birki er sú trjátegund sem mest hefur verið plantað í Hellisskógi. Jafnframt hefur birkið sáð sér víða um svæðið, meðal annars í opin mýrarsvæði sem ætlunin var að hafa skóglaust land. Mýrarnar munu því smám saman breytast í birkiskóg. Ekkert birki fannst á svæðinu þegar byrjað var að planta árið 1986.
Fyrstu árin var einkum plantað birki ættað úr Bæjarstaðarskógi en síðan var kvæmið Embla vinsælast. Stór lundur er í Hellisskógi af birki ræktað af þórsmerkurfræi Birki ættað frá Þelamörk í Noregi vex vel.
Emblan vex betur en önnur kvæmi en virðist viðkvæmt fyrir snýkjudýrum.

Venjulegt íslenskt birki
Hvítstofna birki

Fjalldrapi (Betula nana) finnst sjálfsáið í Hellisskógi en er með litla útbreiðslu.
Tveimur öðrum birkitegundum, steinbjörk og hengibjörk, hefur verið plantað í Hellisskógi síðust ár, en í mjög litlu magni.

Steinbjörk (Betula ermanii) er ættuð frá austur Asíu. Hún stendur sig mjög vel og virðist mjög harðgerð. Hún ber árlega fræ og virðist þola birkikembu og birkiþélu betur en íslenska birkið. Hæsta steinbjörkin er nú um 5 m há.

Í Hellisskógi vaxa nokkur efnileg Vörtubirki / Hengibirki (Betula verrucosa / Betula pendula). Trjám sem plantað var í góðu skjóli hafa vaxið áfallalaust og þau hæstu eru nú um 3-4 m (9 ára). Þau hafa að mestu verið laus við þá óværu sem þjakar venjulegt birki í Hellisskógi. Plöntur af kvæminu Ornåsbjork (Bet,veric.dalikal eða Dalabirki) hafa staðið sig best. Flest trén sem plantað var á berangri hafa drepist nokkrum árum eftir plöntun, þola ekki vetrarnæðinginn.

Hengibjörk
Steinbjörk