Skíðabraut í Hellisskógi

Í dag 28. janúar 2025 var nóg af snjó í Hellisskógi. Tvær 1,2 km og 1,5 km langar skíðabrautir voru troðnar efst í skóginum, þar sem félagsmenn í Skógræktarfélaginum merktu fyrir leiðum síðastliðið haust.

Björgunarfélag Árborgar verður umsjónaraðili þessara gönguskíðabrauta og munu sjá um að troða og viðhalda þeim, þegar veður og snjóalög leyfa. Bárður Árnason hefur haft forgöngu um að útbúa þessar brautir í samvinnu við Skógræktarfélag Selfoss.

Aðkoma að skíðasvæðinu er frá Biskupstungnabraut. Þar er rúmgott bílastæði og gott aðgengi að efsta hluta Hellisskógar.
Skíðabrautirnar munu nýtast sem gönguleiðir á sumrin.
Með þerssum framkvæmdum opnast nýjar leiðir um ofanverðan Hellisskóg sem eiga eftir að nýtast gestum jafnt vetur sem sumar.

Hjónin og skógræktarfólkið Sigmundur Stefánsson og Ingileif Auðunsdóttir gengu nýtroðnar brautirnar og leist vel á.
Örn Óskarsson tók nokkrar myndir af þeim þegar þau prufukeyrðu leiðirnar.

Flóð í Ölfusá

Um miðjan janúar hækkaði hratt í Ölfisá og náði rennslið tæplega 1400 m3/ sek. Þetta er mesta flóð síðan í febrúar 2013. Flóðið er afleiðing hlýjinda, snjóbráðnunar og talsverðrar rigningar dagana á undan. Sem betur fer fylgdi þessu tölulega lítið ísrek.


Í Hellisskógi náði vatnið upp á veg og göngustíg með ánni. Tjón af völdum þessa virðist vera fremur lítið, en á eftir að koma betur í ljós þegar vatnsborð lækkar. Tré á árbakkanum virðast hafa sloppið vel.
Myndirnar eru teknar 16.-17. janúar 2025.

Jólatrén í Árborg

Þrjú stór sitkagrenitré úr Hellisskógi prýddu Árborg um jólin. Trén voru um 7-9 m há og voru sett upp í miðbæ Selfoss, á Eyrarbakka og það stærsta var á Stokkseyri.

Starfsmenn Árborgar sáu um að flytja trén úr Hellisskógi


Björgvin Örn valdi og felldi trén en starfsmenn Árborgar sáum um flutning úr skóginum og uppsetningu í bæjarfélögunum.

Selfoss – Miðbær
Stokkseyri
Eyrarbakki