Göngustígur norðan við Grímskletta

Byrjað var að planta trjám í Hellisskóg við Selfoss árið 1986. Skógræktarfélag Selfoss hefur séð um framkvæmdir en Selfossbær á landið. Svæðið var frá upphafi skipulagt sem útivistarsvæði og snemma byrjað að leggja göngustíga. Nú er stígakerfið í skóginum um 8 km að lengd og mikið notaðir af göngufólki. Hér eru myndir af einum göngustígnum teknar 1990, 2002, 2019 og 2022. 33 ára tímabil og breytingin er mikil. Þrisvar sinnum hefur verið bætt efni í stíginn á þessu tímabili einusinni skipt um brýr. Nú er hann hluti af bláu gönguleiðinni í Hellisskógi. Þar sem menn börðust áður á móti vindi ganga menn nú í logni.

Nýlagður stígur 1990. Þá var notuð rauðamöl úr Grímsnesi og SG gaf efni í fyrstu brýrnar, Páll Árnason gaf fúavörnina og krakkar úr unglingavinnu óku brunanum í stíginn.
Stígurinn sumarið 1996.
Stígurinn sumarið 2002.
Stígurinn vorið 2019.
Gönguleið í skjóli trjánna haustið 2022. Hluti af bláu gönguleiðinni í Hellisskógi.