Grenitegundir í Hellisskógi.

Í Hellisskógi finnast fimm grenitegundir; Sitkagreni (Picea sitchensis), hvítgreni (Picea glauca), rauðgreni (Picea abies), blágreni (Picea engelmannii) og serbíugreni (Picea omorika).

Sitkagreni í Hellisskógi

Sitkagreni er lang algengasta og mikilvægasta grenitegundin og hefur því verið plantað í talsverðu magni frá upphafi skógræktar í Hellisskógi. Það vex mjög vel þegar það er komið upp úr grasinu en vex hægt fyrstu árin. Sumarstormar í júlí og ágúst hafa stundum brotið toppa á hæstu trjánum en annars eru þrif mjög góð. Sitkagreni er ein af uppistöðutegundunum í íslenskri skógrækt og verður eitt helsta skógartré landsins í framtíðinni. Jafnframt er það mikilvægur skjólgjafi í útivistarskógum.

Hvítgreni i Hellisskógi

Hvítgreni vex á nokkrum stöðum í Hellisskógi. Vex mjög hægt fyrstu árin en síðan hraðar, þó aldrei eins og sitkagrenið. Hvítgreni er með fíngerða og mjóa krónu og hentar því vel á útivistarsvæðum.

Rauðgreni
Blágreni

Rauðgreni vex vel í skjóli og verður fallegt tré með tímanum. Nokkrir tugir rauðgrenitrjáa eru í góðum vexti í Hellisskógi og mætti planta þeim miklu víðar í skjóli birkis eða sitkagrenis.

Blágreni vex ótrúlega vel í skóginum. Trén vaxa hægt en örugglega og virðast vera mjög veðurþolin. Mörg falleg blágrenitré eru í skóginum og þeim mætti planta miklu víðar.

Nokkur serbíugrenitré eru í Hellisskógi og virðast þau vaxa nokkuð vel. Trén eru enn ung og ekki komin nein almennileg reynsla á þau ennþá, en ljóst að þau verða að vera í góðu skjóli.

Blágreni í Hellisholti