Furutegundir í Hellisskógi

Bergfura fremst en sitkagreni gnæfir yfir

Átta tegundir furutrjáa vaxa í Hellisskógi; stafafura (Pinus contorta), bergfura (Pinus uncinata), fjallafura / dvergfura (Pinus mugo), lindifura (Pinus sibirica), sembrafura (Pinus cembra), balkanfura /silkifura (Pinus peuce), broddfura (Pinus aristata) og skógarfura (Pinus sylvestris).
Að auki hefur kóreufuru (Pinus aristata) verið plantað en árangur er enn sem komið er frekar dapur.

Bústin stafafura

Mest hefur verið plantað af stafafuru í Hellisskógi. Almennt vex hún vel, en er í vandræðum í blautu landi og ræturnar eru mjög grunnstæðar. Þess vegna henni hættir til að velta í hvössum vindi, einkum þar sem plantað hefur verið í plógstrengi eða skurðbakka. Ekki ber á þessu á þurrari svæðum. Sáir sér talsvert í rofinn eða rýran jarðveg.

Fallegar sjálfsánar stafafurur.

Bergfura finnst víða í Hellisskógi. Talsverðu var plantað af henni fyrstu árin. Hún hefur almennt staðið sig vel, virðist mjög veðurþolin og hættir ekki til að velta. Víða standa þær full þétt svo sveppsjúkdómar, furubikar eða furugremi gætu átt eftir að herja á þær síðar. Fallegastar eru þær stakstæðar og í góðri birtu.

Bergfura – stakstæð

Fjallafura / dvergfura (Pinus mugo) eru harðgerð runnvaxin furutegund. Nokkrum plöntum var plantað í trjásafnið á fyrstu árum plöntunar í Hellisskóg. Þær vaxa áfallalaust en breiða mikið úr sér með tímanum. Smáplöntum (fræplöntur úr Rauðavatnsreitnum við Reykjavík) hefur verið plantað síðustu ár á harðbýla staði og allar lifa vel.

Fjallafura / dvergfura

Lindifura (Pinus sibirica), sembrafura (Pinus cembra) og balkanfura /silkifura (Pinus peuce) finnast á nokkrum stöðum og hafa vexið vel, enda í góðu skjóli, hvað sem gerist þegar þær vaxa upp úr skjólinu. Balkanfuran hefur komið mest á óvart og er fallegust af þessum náskyldu tegundum.

Lindifura
Sembrafura
Balkanfura / silkifura

Tuttugu, 2-3 m háar broddfurur vaxa í Hellisskógi. Fururnar eru allar á berangursholti, standa dreift og vaxa í frekar rýrum móajarðvegi.
Þessar aðstæður virðast henta broddfurum vel. Lítið hefur borið á furubikar eða furugremi í þessum trjám, enn sem komið er.
Allar broddfurur sem stóðu á mjög skjólgóðum stað í trjásafninu dráust um 15 árum eftir plöntum úr þessum sveppasjúkdómum.

Broddfurur haustið 2024
Broddfura í Hellisskógi hlaðin könglum í september 2024

Saga skógarfurunnar í íslenskri skógrækt er frekar döpur. Flestar sem plantað var á árunum 1950-70 drápust vegna furulúsar. Þá var enginn Hellisskógur til.
Í Hellisskógi hefur skógarfurum verið plantað af og til síðustu tíu árin. Vöxtur og þrif hafa verið með ágætum, enn sem komið er.

Skógarfura
Skógarfura