Á árunum 1970-1984 var gróðursett í reit Skógræktarfélags Selfoss á Snæfoksstöðum í Grímsnesi í girðingu sem Skógræktarfélags Árnesinga á og rekur. Svæði félagsins var upp af Nautavökum. Þar var einkum plantað stafafuru sem hefur vaxið vel og myndar nú fallegan skóg. Svæðið er nú í umsjón Skógræktarfélags Árnesinga.