Bakgarðspísl Frískra Flóamanna

Bakgarðspísl Frískra Flóamanna fór fram í Hellisskógi á skírdag. Um var að ræða hlaupalegg sem var ein míla og höfðu hlauparar 15 mín til þess að klára hvern legg. Ræst var út í hvern legg á 15. mín fersti. Alls tóku þátt tæplega 30 hlauparar sem hlupu mismunandi vegalengdir, fimm luku heilu maraþoni en þrír fóru rúma 50 km. Veður var mjög gott og hentaði vel til hlaupa. Gaman er að sjá hve fólk nýtir Hellisskóg vel til hverslags útiveru og leikja.