Í Hellisskógi og á Ölfusá við skóginn er mikið fuglalíf. Til að auðvelda gestum skógarins að þekkja fuglana hafa verið útbúin skilti með algengustu tegundunum. Skiltin sína fugla á Ölfusá, í skóginum og á opnum svæðum í Hellisskógi.
Nú eru fyrstu þrjú fuglaskiltin tilbúin og komin á sinn stað í Hellisskógi. Alls verða skiltin sex. þrjú eru komin rétt við aðal bílastæðið og öðrum þremur verður síðar dreift um skóginn. Verkefnið er styrkt af Pokasjóði fyrir tilstuðlan Ferðafélags Árnesinga.