Góður vöxtur

Þrátt fyrir umhleypingasamt vor og svalt og vætusamt veður sumarið 2024, var vöxtur í trjám í Hellisskógi góður.
Sitkagreni nýtur oft góðs af góðu hausti árið áður. Haustið 2023 var mjög gott og því eðlilegt að vöxtur væri góður sumarið 2024.
Lengd vaxtarsprota var vel yfir meðallagi og heilbrigði trjánna gott. Lítið um storma á viðkvæmasta tíma í júlí og ágúst og því óvenju lítið um brotna toppsprota miðað við undanfarin ár.


Strax í maí var ljóst að mikil blómgun yrði hjá sitkagreni og þegar leið á sumarið kom í ljós að mörg tré voru ríkulega skreytt könglum í toppum og sum alveg niður undir jörð.
Í haust var sannkölluð veisla hjá auðnutittlingum sem nýttu sér fræ í könglum, enda ekki mikið að hafa á birkinu.