Haustplöntun 29. september

Sunnudaginn 29. september kl.15-17 er áætlað að planta í Hellisskóg.
Að þessu sinni verður plantað pottaplöntum af ýmsum tegundum, aðallega reyniviðum og sitkagreni. Settur verður húsdýraáburður með hverri plöntu.
Mæting við fuglaskiltin neðan við aðal bílastæðið.
Gott er að gróðursetningafólk komi með skóflur og fötur fyrir sig.
Veitingar verða í boði í Hellinum eftir plöntun.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur að mæta í létt og skemmtilegt verkefni í Hellisskógi. Margar hendur vinna létt verk.
Allt verður þetta háð veðri. Nánar kynnt þegar nær dregur og útséð með veður.