Plöntun sumarið 2022

Gert klárt fyrir græðlingaplöntun 8. maí 2022

Sumarið 2022 var plantað alls 1850 plöntum af 34 tegundum. Þar af voru 1480 græðlingar af alaskaösp.
Aðrar tegundir voru birki, jörvavíðir, sitkagreni, hvítgreni, garðahlynur, broddhlynur, ilmreynir, koparreynir, skrautreynir, kasmírreynir, rúbínreynir, fjallareynir, kínareynir, úlfareynir, alpareynir og lerki (hrymur), auk stakra trjáa og runna í trjásafnið.

Plantað reynitrjám meðfram Simmastíg 7. október 2022.

Félagar í Skógræktarfélagi Selfoss plöntuðu 8 maí. Þá var stungið niður 1300 aspar græðlingum vestan við Hellinn. Aftur var plantað 7. október meðfram Simmastíg, 50 pottaplöntum af 9 mismunandi reynitegundum.

Hópur nemenda frá eyjunum Reunion, Azoreyjum og Kýpur plöntuðu 19. maí 2022.

Hópur nemenda sem voru í heimsókn í FSu plöntuðu 70 pottaplöntum í svokallað “Stjánatún” þann 19. maí. Þetta var liður í því að efla umhverfisvitund nemendanna enda öll komin frá fjarlægum eyjum, með tilheyrandi kolefnisspori.

Plöntun í Hellisskógi 1. júlí 2022.

Í júlíbyrjun mættu 40 krakkar ásamt 15 starfsmönnum frá Árborg og plöntuðu 60 birkiplöntum vestan við Hellinn.
Þetta er orðið árvisst að krakkahópar á sumarnámsskeiðum komi í Hellisskóg til að planta trjám.