Plöntunarkvöld í Hellisskógi

Mánudaginn 12. júní kl 20:00 verður vinnukvöld í Hellisskógi. Þá verður plantað bakkaplöntum af nokkrum tegundum með verðandi gönguleið austan við Hellinn. Verkfæri verða á staðnum. Mæting við Hellinn. Léttar veitingar verða í Hellinum að lokinni vinnu.