Sigling út í Fremri Laugardælaeyju 17. september 2022

Í tilefni 70 ára afmælis Skógræktarfélags Selfoss bauð félagið upp á ferð í Fremri Laugadælaeyju laugardaginn 17. september. Veður var mjög gott til útiveru og siglinga. Bátasveit Björgunarfélags Árborgar sá um að ferja gesti út í eyju og 70 gestir þáðu boðið. Siglt var frá kl. 10 til 12 og voru tveir bátar í stöðugum siglingum. Boðið var uppá veitingar í eyjunni. 

Í Fremri Laugardælaeyju vaxa tvö silfurreynitré sem plantað var um 1890.

Björgunarfélag Árborgar sá um að ferja gesti út í eyju.
Boðið var upp á veitingar í Laugardælaeyju. Gott útsýni til allra átta.
Gömlu silfurreynitrén í Laugardælaeyju eru með elstu trjám sem nú vaxa á Íslandi. Hafa vaxið hægt við þröngan kost og hafa orðið fyrir mörgum áföllum á lífsleiðinni.