Vinnudagar í Hellisskógi í maí

Miðvikudagur 10. maí kl. 20:00.
Mæting á aðal bílastæði.
Möl ekið í stíga og að nýju bekkjunum. Mæta með skóflur og gott ef einhverjir gætu komið með hjólbörur. Ekki mikið verk.
Ef tími vinnst til verða stungnar upp nokkrar hnausaplöntur.

Sunnudagur 14. maí kl. 16:00.
Mæting við Hellinn.
Stungið niður aspargræðlingum.
Létt og einföld vinna. Upplagt verkefni fyrir fjölskyldur með börn.

Boðið verður uppá veitingar í Hellinum eftir vinnu.

Í júní eða október verður plöntun í Hellisskógi. Nánari tímasetning verður auglýst síðar. Fer eftir því hvernig gengur að fá skógarplöntur í gróðrarstöðvum.

Alaskaösp vex upp af græðlingi sumarið 2022.