Í sumar hefur Húsasmiðjan gefið Skógræktarfélagi Selfoss þrjá bekki til að nota í Hellisskógi. Þriðja bekknum var komið á sinn stað í gær. Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn sá um að bera bekkinn 350 m og koma honum fyrir við Réttarklett. Skógræktarfélagið þakkar Húsasmiðjunni kærlega fyrir gjafirnar í sumar og göngu hópi Ingva Rafns fyrir að koma bekkjum 1 og 2 fyrir og Frískum fyrir bekk þrjú
Hér eru myndir af flutningi og uppsetningu.