Margar tegundir meindýra herja á íslensku ilmbjörkina. Þetta eru fiðrildalirfur eins og tígulvefari, birkivefari, haustfeti og birkifeti. Stundum verða skaðar svo miklir af völdum þessara lirfa að trén drepast á stóru svæði. Minna tjón er af völdum birkiblaðlúsa eða birkisprotalúsa. Birkiryð getur dregið úr vaxtarþrótti. Allt hefur þetta fundist í Hellisskógi en ekki valdið teljandi skaða.
Undanfarin ár hafa nýjar tegundir bæst við og valdið miklu tjóni. Þekktastar eru birkikemba (fiðrildalirfa) og birkiþéla (blaðvespulirfa). Þessar tegundir skemma laufblöð sem veldur minni ljóstillífun trjánna og þar með minni vexti og þrifum.
Þessar tegundir hafa síðust 5-8 ár valdið miklum skaða á birkiskógum á Suðurlandi og þar með í Hellisskógi. Skógurinn hefur orðið brúnn yfir að líta. Verst var ástandið sumarið 2017.
Sumarið 2024 brá svo við að þessir skaðvaldar sáust lítið sem ekkert í Hellisskógi.
Hvað veldur er erfitt að segja um? Sumir telja orsökina kalt og rakt sumar. Ekki eru það sennilegt því miklar skemmdir vegna birkikembu voru víða annarsstaðar á Suðurlandi.
Sennilegri skýring er að sjúkdómar eða afræningjar séu byrjaðir að herja á pöddurnar. Vísbendingar eru um það. Tími og rannsóknir verður síðan að leiða í ljós hvort það sé skýringin og hvort um varanlegt ástand sé um að ræða.
Sem sagt sumarið 2024 var birki einstaklega hraustlegt og fallegt í Hellisskógi og haustlitir á birki meiri en sést hafa í áratugi.