Fræðsluganga um Hellisskóg

Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss, leiðir göngu um Hellisskóg, útivistarperlu Selfyssinga og nærsveitafólks. Mæting er við aðalbílastæðið í Hellisskógi kl. 17. þriðjudaginn 1. júlí.
Gangan er hluti af heilsubótar- og fræðslugöngum Garðyrkjufélags Íslands í tilefni af 140 ára afmæli þess í ár.
Hellisskógur á einnig afmæli á árinu, en 40 ár eru í haust frá því Skógræktarfélag Selfoss fékk úthlutað landi í Hellismýri undir skógrækt.
Allir velkomnir.

Plöntun

Fimmtudaginn 19. júní kl. 20-22 var plantað í Hellisskóg. Að þessu sinni mættu aðeins sjö í pöntun. Mikil rigningardemba síðdegis dróg líklega kjarkinn úr ýmsum.


Plantað var 120 plöntum af rauðgreni, 70 rauðelri, 35 gráelri og 375 birkiplöntum. Birki för í tætt belti næst Biskupstungnabraut en hitt innar í skóginn. Rauðgreni var plantað á milli tilraunaaspa og elrinu meðfram skurði.

Vinnukvöld í Hellisskógi

Fimmtudaginn 19. júní kl. 20 verður plantað 600 bakkaplöntum í Hellisskóg.

Að þessu sinni verður vinnusvæðið upp undir Biskupstungnabraut. 

Mæting á bílastæðið við Biskupstungnabraut.

Öll verkfæri verða á staðnum.

Veitingar að lokinni vinnu.