Gróðureldurinn í Hellisskógi 1992

Þann 15. apríl 1992 varð mesti gróðurbruni í 40 ára sögu Hellisskógar. Þá kveiktu unglingspiltar eld í sinu við Tjarnarhóla. Eldurinn fór hratt til suðvesturs undan norðaustan kalda. Svæðið sem brann voru nokkrir hektarar og taldist fullplantað. Nánast allur trjágróður eyðilagðist í eldinum. Eitthvað kom upp af rótum víðitrjáa en allt birki og fura á svæðinu eyddist.

Eftir brunann 1992

Á þessum árum var mikið um sinuelda í sveitunum í kringum Selfoss  og eldur hafði ítrekað komist inn í skógræktargirðinguna að norðaustanverðu árin á undan. Plægð eldvarnarbelti meðfram Hellisgili dugðu til að stoppa þessa innrásarelda úr norðaustri svo þeir náði aldrei að dreifast neitt að ráði. Eldvarnarbeltin voru plægð árlega. Á svæðinu sem brann í apríl 1992 voru ekki slík belti og ekki kominn vegurinn upp að Helli, sem hefði stoppað eldinn.

Hluti af brunna svæðinu , séð til NA í átt að Tjarnarhólum

Fyrir alla sjálfboðaliðana sem höfðu unnið að plöntun í Hellisskógi var þessi eyðilegging mikið áfall. Ekki var gefist upp og næstu ár eftir brunann var endurplantað í brunna svæðið, mest birki og víði. Núna 34 árum síðar er þarna gróskulegur birkiskógur.
Litlir gróðureldar hafa orðið í Hellisskógi á síðari árum, vegna fikts barna með eld í viðkvæmum gróðri. Slökkvilið hefur brugðist hratt við og slökkt eldana fljótt og vel en stundum hefur litlu mátt muna að mikið tjón hlytist af.

Svæðið sem brann 1992. Svona lítur það út í janúar 2026.
Við Tjarnarhóla 1992 og 2026
Útsýni til norðaustur af Tjarnarhólum 1992 og 2026