Viðgerðir á gönguleiðum

Í hlýjindakaflanum í nóvember notuðu skógræktarmenn tækifærið og löguðu skakkar göngubrýr og byggðu eina nýja. Þessar brýr voru komnar nokkuð til ára sinna og að auki höfðu lækjarfarvegir breikkað með árunum og grafið undan brúnum.
Það var mikils virði að fara ekki inn í veturinn með hallandi og hættulegar brýr á vinsælum göngu og skokkleiðum.

Formaður fékk þá Sigmund Stefánsson, Jens Sigurðsson og Gísla Skúlason með sér í verkið. Verkið gékk fljótt og vel. Hér má sjá nokkrar myndir frá framkvæmdunum.