Fyrir suma getur verið snúið að finna rétta jólatréð í stofuna.
Normansþinur eða rauðgreni eru þá oft álitin fyrirmyndartrén. Þessar tegundir eru oftast innfluttar.
Í íslenskum skógum vex stafafura með ágætum. Ásamt því að vera ræktuð á Íslandi (gjaldeyrissparandi) er hún talin sameina kosti hins fullkomna jólatrés, þéttvaxin, litfögur, ilmar vel og er einstaklega barrheldin.
Grenitegundirnar halda barrinu verr og sumar mjög illa í stofuhita. Sitkagrenið er prýðis útitré en fellir barr á nokkrum dögum í stofuhita. Hvítgreni er enn verra, tapar barrinu hratt og lyktar þar að auki mjög illa (kattahlandslykt).
Best er að halda sig við stafafuruna.
Skógræktarfélag Selfoss er ekki með jólatré til sölu.
Á Snæfoksstöðum í Grímsnesi er Skógræktarfélag Árnesinga með nóg af stafafuru fyrir jólin, bæði hægt að sækja sjálf i skóginn eða kaupa fyrirframhöggin tré.
Sjá: https://www.facebook.com/snaefokstadir/?locale=is_IS