Vinnukvöld 15. maí

Fimmtudaginn 15. maí kl. 20-21 verður borinn áburður að sitkagreni og öspum austan við Hellinn.
Mæting við Hellinn.
Áburður og verkfæri verða á staðnum en fólk má gjarnan koma með hentugar fötur undir áburð og munið eftir hlífðarvettlingum.
Létt og aðgengileg vinna fyrir alla aldurshópa.

Veitingar verða í Hellinum að lokinni vinnu.