Sumarið 2022 var unnið að merkingu gönguleiða í Hellisskógi. Settar voru litamerktar stikur við þrjár gönguleiðir. Bláa leiðin (litli hringur 2,1 km), rauða leiðin (stóri hringur 3,4 km) og appelsínugula leiðin (Hellisbrú 1,5 km). Alls er stígar i Hellisskógi um 8 km að lengd.
Í lok september voru sett upp gönguleiðakort á þremur stöðum. Núna geta gestir valið sér gönguleiðir við hæfi án þess að eiga á hættu að villast í skóginum.
Starfsmenn Árborgar sáu um merkingar gönguleiða og uppsetningu kortum.