Plöntun í Hellisskógi

Á degi íslenskrar náttúru 16. september tók Skógræktarfélag Selfoss á móti alþjóðlegum hópi nemenda frá “International School of Zug and Luzern” í Sviss. Nemendurnir plöntuðu 50 plöntum af ýmsum tegundum meðfram göngustíg í ofanverðum Hellisskógi. Jafnframt fengu þau fræðslu um tré og skógrækt á Íslandi. Flottur hópur og skógræktarfélagið þakkar kærlega fyrir vinnuna.