Hellisskógur 40 ára náttúruparadís

Þann 1. október 1985 fyrir 40 árum var undirritaður samningur á milli Skógræktarfélags Selfoss og Selfossbæjar um skógræktarsvæði í landi Hellis norðan Ölfusár.
Síðan þá hefur verið unnið ötullega að skógrækt á svæðinu og nú er Hellisskógur orðin sannkölluð paradís fyrir þá sem unna hreyfingu og útivist í fallegu, skjólgóðu, skógivöxnu landi.

Í tilefni af þessum tímamótum verður efnt til útivistardags í skóginum laugardaginn 4. október n.k. kl. 11-14.
Þar verður boðið upp á ýmsa afþreyingu og útivist fyrir unga sem aldna, s.s. göngu um skóginn undir leiðsögn, skokk með hlaupahópnum Frískum flóamönnum, ratleik í skóginum ásamt fræðslu um fugla í og við Helliskóg.
Hátíðinni líkur svo með grilluðum pylsum, gosi, kaffi og kleinum.

Nánari umfjöllun er hér