Veglokanir í Hellisskógi

Nú eru HS-veitur að leggja nýjan rafstreng að nýrri Ölfusárbrú. Vegurinn meðfram Ölfusá í Helliskógi verður lokaður á dagvinnutíma (kl. 8:00-16:00) vikuna 13.-17. október næstkomandi.
Aðgengi verður að aðalbílastæði í skóginum á verktíma. Vert er að benda á að einhver truflun verður á umferð fram að lokun vegarins vegna undirbúningsframkvæmda.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.