Aðalfundur Skógræktarfélags Selfoss var miðvikudaginn 26. apríl í sal Golfklúbbs Selfoss á Svarfhólsvelli.
Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórn félagsins var endurkjörin. Stjórnina skipa: Örn Óskarsson formaður, Snorri Sigurfinnsson ritari, Hermann Ólafsson gjaldkeri og meðstjórnendurnir Björgvin Örn Eggertsson og Hlíf Böðvarsdóttir.
Úlfur Óskarsson hjá Skógræktinni var með fræðsluerindi um kolefnisbindingu með skógrækt.