Eikurnar í Hellisskógi

Á síðustu árum hefur nokkrum tugum af sumareikum (Quercus robu) verið plantað í Hellisskógi. Eikurnar sem reyndar hafa verið koma frá Þýskalandi, Danmörku og Skotlandi. Oftast hefur þeim verið plantað ársgömlum en síðustu tvö ár hafur 2-3 ára eikum verið plantað og hefur það reynst vel. Eikur þurfa gott sjól fyrstu árin en virðast þola þó nokkur harðindi eftir að rótin er búin að koma sér vel fyrir.


Skemmst er frá því að segja að flestar eikurnar lifa ágætlega en vaxa mjög hægt og einstaka hefur kalið á haustin.
Greinilega er mjög mikill einstaklingsmunur á milli trjáa af sama svæði eða tré, og mjög mismunandi hvernig þær standa sig. Eikin verður langlíf og hefur því nægan tíma til að vaxa.


Nú eru margar sænskar eikur í uppvexti og verður plantað í Hellisskóg á næstu árum.