Flóð í Ölfusá

Um miðjan janúar hækkaði hratt í Ölfisá og náði rennslið tæplega 1400 m3/ sek. Þetta er mesta flóð síðan í febrúar 2013. Flóðið er afleiðing hlýjinda, snjóbráðnunar og talsverðrar rigningar dagana á undan. Sem betur fer fylgdi þessu tölulega lítið ísrek.


Í Hellisskógi náði vatnið upp á veg og göngustíg með ánni. Tjón af völdum þessa virðist vera fremur lítið, en á eftir að koma betur í ljós þegar vatnsborð lækkar. Tré á árbakkanum virðast hafa sloppið vel.
Myndirnar eru teknar 16.-17. janúar 2025.