Flugháll göngustígur

Einn göngustígur í Hellisskógi er sérlega gjarn á að safna miklum klakabunkum í löngum frostaköflum eins og verið hefur undanfarið.
Þessi stígur er meðfram Ölfusá upp að Hellisgili (hluti af rauðu gönguleiðinni).
Stígurinn er hættulegur yfirferðar og gestir stógarins þurfa að fara sérstaklega varlega. Best er að velja aðrar leiðir einkum þegar hlánar.