Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss, leiðir göngu um Hellisskóg, útivistarperlu Selfyssinga og nærsveitafólks. Mæting er við aðalbílastæðið í Hellisskógi kl. 17. þriðjudaginn 1. júlí.
Gangan er hluti af heilsubótar- og fræðslugöngum Garðyrkjufélags Íslands í tilefni af 140 ára afmæli þess í ár.
Hellisskógur á einnig afmæli á árinu, en 40 ár eru í haust frá því Skógræktarfélag Selfoss fékk úthlutað landi í Hellismýri undir skógrækt.
Allir velkomnir.
