Haustplöntun

Í blíðu veðri síðdegis á sunnudegi 29. september kom hópur skógræktarfólks saman í Hellisskógi og plantaði 50 reynitrjám af ýmsum tegundum.


Þetta voru um 1 m háar pottaplöntur. Sett var hrossatað með hverri plöntu. Taðið er góður áburður ásamt því að draga úr líkum á frostlyftingu fyrsta veturinn á nýjum stað.
Plantað var á tvo staði með veginum vestan og norðan við Grímskletta og síðan í brekku við árbakkann.


Verkið gékk vel og og í lokin fengu allir smá hressingu á nýja bekknum framan við Hellinn.
Reynitré hafa vaxið vel í Hellisskógi á undanförnum árum. Bæði er um að ræða tré sem félagsmenn hafa plantað á valda staði og síðan mikill fjöldi sjálfsáinna reyniviða um allan skóg. Í haust voru einstaklega fallegir haustlitir á reynitrjám og margir hlaðnir berjum.