Hellisbrú lagfærð

Miðvikudaginn 22. október var vinnudagur hjá Brúarvinnuflokki Ingva Rafns.
Þeir félagar óku viðarkuli í Hellisbrúna í Hellisskógi sem víða er blaut og óslétt.


Kurlið fékk Brúarvinnuflokkurinn hjá Skógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum. Notuð voru hin ýmsu verkfæri sem flokkurinn féll lánuð hjá velunnurum.
Mun meira þarf að kurli til að klára verkið. Hellisbrúin verður betri og betri við hvert sinn sem Brúarvinnuflokkurinn tekur til hendinni í Hellisskógi.


Skógræktarfélag Selfoss þakkar Brúarvinnuflokknum kærlega fyrir vel unnin störf í Hellisskógi og Skógræktarfélagi Árnesinga fyrir kurlið.