Plöntun

Fimmtudaginn 19. júní kl. 20-22 var plantað í Hellisskóg. Að þessu sinni mættu aðeins sjö í pöntun. Mikil rigningardemba síðdegis dróg líklega kjarkinn úr ýmsum.


Plantað var 120 plöntum af rauðgreni, 70 rauðelri, 35 gráelri og 375 birkiplöntum. Birki för í tætt belti næst Biskupstungnabraut en hitt innar í skóginn. Rauðgreni var plantað á milli tilraunaaspa og elrinu meðfram skurði.