Reynitré flutt

Þann 20. febrúar 2025 voru tvö reynitré flutt úr brúarstæðinu við Ölfusá á nýjan vaxtarstað ofar í Hellisskógi. Þessi tré voru þau einu sem voru metin verðmæt af þeim sem eru í vegstæðinu. Önnur tré á svæðinu eru einkum ýmsar víðitegundir sem eru komnar á aldur og ekki ástæða til að bjarga. 

Skógræktarfélagið hefur frá því byrjað var að vinna í Hellisskógi árið 1986 skilið eftir 100 m breitt bil í skóginum fyrir vegstæðið. 

Nú styttist í að framkvæmdir við brúarendann og vegaframkvæmdir hefjist í Hellisskógi og því síðustu forvöð að bjarga trjám.

Trén voru flutt að “Rauða torginu” svokallaða norðan við Grímskletta og eiga vonandi eftir ða standa þar vel og lengi.

Guðmundur B Sigurðsson vann verkið vel og snyrtilega eins og honum er ávallt lagið. Myndirnar eru af flutningi stærra trésins sem er alpareynir.