Skógar eru enn mikilvægari – ný rannsókn

Hópur vísindamanna undir forystu Cornell háskólans, með stuðningi frá Oak Ridge National Laboratory hefur þróað nýja aðferð til að meta ljóstillífun og kolefnisbindingu í plöntum.
Rannsóknarniðurstöður benda til þess að plöntur um allan heim gleypi um 31% meiri koltvísýring en áður var talið.
Rannsókninni er lýst í smáatriðum í tímaritinu Nature. Reiknað er með að hún muni bæta líkön sem vísindamenn nota til að spá fyrir um framtíðarloftslag, og varpa ljósi á mikilvægi náttúrulegrar kolefnisbindingar til að draga úr gróðurhúsalofttegundum.

Birki í Hellisskógi

Uppgötvunin bendir til þess að skógar, einkum regnskógar séu mikilvægari í náttúrulegri bindingu kolefnis en áður var áætlað.

Skilningur á því hversu mikið kolefni er hægt að geyma í vistkerfum lands, sérstaklega í skógum, er nauðsynlegur til að spá fyrir um loftslagsbreytingar í framtíðinni. 

Sjá nánar:
https://www.ornl.gov/news/plant-co2-uptake-rises-nearly-one-third-new-global-estimates?fbclid=IwY2xjawHCrGZleHRuA2FlbQIxMQABHb7_0RcIOfPUx2jMvgZI_DUQ1ISnUtPBa4apmD0cFBb2WsTHXKe_Budk0g_aem_tWC6yRk9NMGUMioBkg7RoA


Myndir eru af gróskulegum sitkagreni-, birki- og asparlundum í Hellisskógi.

Alaskaösp í Hellisskógi