Stígagerð

Í sumar vann flokkur frá unglingavinnunni á Selfossi að stígagerð í Hellisskógi. Borin var mulnigur í stíg sem liggur inn í skóginn ofan við Hellisgil. Þar er fyrirhugað að setja upp fræðsluskilti um tré og skógrækt.
Hópurinn bar einnig möl í stíginn með ánni frá veiðistaði við stóru raflínuna og upp í Hellisgil.