Minningarreitur um Ólaf Hákon

Þriðjudaginn 23. júlí 2019 var vígður í Hellisskógi minningarreitur um Ólaf Hákon Guðmundsson. Jónína Magnúsdóttir eiginkona Ólafs heitins afhjúpaði minningarskjöld í reitnum að viðstöddum vinum og vandamönnum og ávarpaði gesti.
Ólafur var virkur félagi í Skógræktarfélaginu Selfoss og sat í stjórn félagsins í mörg ár. Síðustu árin sá hann um verkstjórn í sumarvinnunni í Hellisskógi og sá um viðhald á bekkjum og stígum í skóginum. 
Gerð minningarreitsins var unnin af starfsmönnum skógræktarfélagsins í samstarfi við aðstandendur Ólafs. Plantað var runnum, settur upp minningarskjöldur á klettavegg, lagður stígur og komið fyrir bekk. Þór Sigmundsson steinsmiður útbjó minningarskjöldinn.

Jónína Magnúsdóttir afhjúpar minningarskjöldinn í Hellisskógi.