Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands á Selfossi

Ræðuhöld i Hellisskógi.

Dagana 27.-29. ágúst 2010 var aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2010 haldinn á Selfossi. Gestgjafar fundarins að voru Skógræktarfélag Árnesinga. Einn dagskrárliðurinn á laugardeginum 28. ágúst var fræðsluganga um Hellisskóg undir umsjón Skógræktarfélags Selfoss. Gengið var frá Hótel Selfoss upp að Helli og til baka aftur. Bjarni Harðarson var göngustjóri. Fjölmenni var í göngunni og veðrið lék við göngufólkið. Hellisskógur skartaði sínu fegursta og gróskan í skóginum vakti verðskuldaða athugli. 

Plöntun á perutré.
Landsþingsgestir við Hellinn.