Plantað í góðu veðri

Fimmtudaginn 28. október mættu tólf vaskir félagar í Skógræktarfélagi Selfoss og plöntuðu 700 rauðelri- og ryðelriplöntum í Hellisskóg. Plönturnar komu frá gróðrarstöðinni Þöll í Hafnarfirði. Að þessu sinni var plantað sunnan við Stekkjarholt á gróðurlitla mela og jaðarsvæði mýrlendis. Í framtíðinni gætu vaxið þarna upp elri lundir ef allt gengur að óskum. Gaman verður að fylgjast með framvindunni. 

Einnig var möl sett við nýjan bekk sem staðsettur er framan við Réttarklett. Bekkurinn var gjöf frá Húsasmiðjunni.