Erindi um vegamál

Á aðalfundi Skógræktarfélags Selfoss 29. apríl var Höskuldur Tryggvason frá Vegagerðinni með erindi.

Hann fjallaði um stöðu framkvæmda við veg og brú og um framkvæmdaáætlun fyrir næstu mánuði.

Einnig minntist hann aðeins á frágang við veg og brúarenda Hellisskógarmeginn.

Hann taldi að aðgengi að útivistarsvæðinu næstu mánuði yrði óbreytt. Stígar frá aðalbílastæði verða áfram lokaðir en gott aðgengi eftir veginum með ánni út árið. 

Það eru gleðitíðindi fyrir okkur skógræktarmenn og þá sem leggja leið sína í Hellisskóg. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir lokunum á meðan á sprengivinnu stæði. Nú er hægt að hefja undirbúning fyrir sumarstörf í Hellisskógi.

Grafið fyrir brúarstólpa 30. apríl. Vegurinn er enn opinn og verður það a.m.k. fram á næsta vetur.