Bekkir og borð

Í ágústmánuði voru þrjú borð og áfastir setbekkir settir upp í Hellisskógi. Tveir bekkir fóru á gömul bekkjastæði, annar við aðal bílastæðið og hinn á bökkum Ölfusár neðst í Hellisgili.
Þriðji bekkurinn var settur í brekkuna framan við Hellinn. Þar sá véladeild Áhaldahúss árborgar um að koma fyrir malarstæði fyrir samstæðuna.

Bekkur framan við Hellinn.


Þessir bekkir voru í gryfjunni í nýja miðbænum á Selfossi. Þar er verið að endurnýja útihúsgögn. Miðæjarfélagið gaf Skógræktarfélaginu bekkina og Brúarvinnuflokkur Ingva Rafns sá um að flyja þá í skóginn og koma fyrir á nýjum stöðum.

Nýji og gamli bekkurinn við aðal bílastæðið.


Skógræktarfélag Selfoss þakkar Miðbæjarfélaginu kærlega fyrir gjafirnar og Brúarvinnuflokknum fyrir vinnuna við að koma bekkjunum fyrir.
Vonandi fá bekkirnir að vera í friði í Hellisskógi og munu örugglega nýtast vel þeim fjölmörgu sem heimsækja skóginn.

Bekkurinn á bökkum Ölfusár. Ingvi Rafn að herða upp á boltum.