Gönguleiðum lokað

Vegna framkvæmda við nýja Suðurlandsveginn í Hellisskógi hefur tveimur gönguleiðum frá aðal bílastæðinu verið lokað. Sett hafa verið upp lokunarskilti og leiðbeiningarskilti við stígana. Skógræktarfélagið hvetur gesti í skóginum til að virða þessar lokanir.


Enn er opið eftir veginum meðfram Ölfusá en sú leið mun einnig lokast síðar á árinu.
Unnið er að því að útbúa aðra leið fyrir bíla og gangandi inn í skóginn ofan við Stekkjarholt, en óljóst er hvenær sú leið verður opnuð.